Um Öruggt Net ehf
Gildin okkar eru áreiðanleiki, fagmennska og öryggi. Öruggt Net ehf er ráðgjafafyrirtæki með lögheimili í Garðabæ. Við vorum skráð hjá ríkisskattstjóra 21. febrúar 2024. Systurfyrirtæki okkar í Bandaríkjunum var stofnað í Seattle WA 20. ágúst 2019 undir nafninu InfoSecHelp LLC. Bæði fyrirtækin voru stofnuð af Sigurði G. Bjarnasyni með þeim tilgangi að hjálpa almenningi og fyrirtækjum að vera öruggari á netinu og minnka líkur á netinnbrotum/árásum. Sigurður gengur undir nafninu Siggi, eða Siggi Supergeek, í Bandaríkjunum.
Stofnandi Öruggs Nets
Sigurður Gísli Bjarnason
Menntun
- Bachelor of Science Computer Engineering, Pacific Lutheran University 1994. PLU Bachelors Degree
- Master of Science Cybersecurity and Information Assurance, Western Governors University 2019. WGU Masters Degree
- Certified Ethical Hacker, EC Council 2018.ECC-CEH-Certificate (útrunnið)
- Computer Hacking Forensic Investigator, EC Council 2018. ECC-CHFI-Certificate-ANSI (útrunnið)
- SANS SEC560 Network Penetration Testing and Ethical Hacking, SANS Institute 2018.SANSSEC560
- SANS SEC460 Enterprise Threat and Vulnerability Assessment, SANS Institute 2019. SANSSEC460
- Enterprise Incident Response Training, Mandiant 2018. MandiantEIRCert
- Certified IT Architect Foundation, IASA Global 2017. SB-CITA-F_Certificate
Til að skoða ferilskrá Sigurðar í heild sinni bendum við á LinkedIn síðu hans.
Um Sigurð
Sigurður Bjarnason er netöryggissérfræðingur með áratuga reynslu af tölvumálum og sérfræðiþekkingu á upplýsingatækni. Sigurður er fæddur á Íslandi en hefur búið meirihluta fullorðinsára sína í Seattle,Washington. Á þessum tíma var mikil framþróun í tölvugeiranum. Sigurður var þar ýmist þátttakandi í þeirri þróun eða fylgdist náið með af hliðarlínunni.
Strax sem unglingur byrjaði Sigurður að fylgjast með því sem var að gerast í tölvugeiranum. Varð það strax hans helsta áhugamál sem síðar þróaðist yfir í að verða hans aðalstarf. Allt frá árinu 1985 hefur Sigurður verið í samskiptum við fólk um allan heim í gegnum þjónustur eins og Compuserve. En þess má geta að fyrsti vafrinn kom ekki á markaðinn fyrr en desember 1994.
Starfsreynsla
Sigurður starfaði sem netverkfræðingur (e.network engineer) hjá Microsoft um árabil. Það má segja að þar hafi hann tekið þátt í brautryðjendastarfi á innleiðingu internetsins. Allavega fyrstu skrefum þess.
Í gegnum árin hefur Sigurður unnið í ýmsum upplýsingatæknistörfum, meðal annars sem gagnaverstæknir (e. Datacenter technician) og netverkfræðingur hjá stórum netþjónustuaðilum eins og Microsoft og T-Mobile US inc. Tæknilegir hæfileikar hans ná einnig langt út fyrir einfalda netverkfræði. Sigurður er vel að sér á sviði sjálfvirkni og netlausna og býr yfir mikilli þekkingu á þeim vörum sem í boði eru.
Undanfarin ár hefur hann unnið eingöngu á sviði netöryggis. Síðan haustið 2017 hefur hann þróað nýja nálgun til að efla netöryggi þeirra sem hafa takmarkaða tölvureynslu.
Öruggt Net ehf
Tilgangur nýjasta verkefnis Sigurðar, Öruggt Net ehf, er að bjóða upp á tæknilega sérfræðiþekkingu og nútímalega nálgun á netöryggi. Sérstaklega fyrir þá sem eru ómeðvitaðir um hvers kyns ógnir geta herjað á kerfi þeirra,allt frá heimilistölvum til stórra fyrirtækja
Með stofnun félagsins vildi hann koma sinni sérfræðiþekkingu til almennings og fyrirtækja og kynna mikilvægi öryggisvarna með því að veita innsýn og þekkingu um leið og hann vill forðast hræðsluáróður. Með því að vera upplýstur um hættur og varnir gegn þeim er hægt að lágmarka árásir og svindl, sem hvoru tveggja getur haft afdrifaríkar afleiðingar á tölvukerfin og fjárhag viðkomandi.
Ástríða Sigurðar liggur í tölvum og öryggismálum sem hann áfram til að dýpka skilning sinn og finna nýjar leiðir til að aðstoða almenning við að aðlagast breyttu stafrænu landslagi og vill ryðja brautina fyrir öruggari interneti – eins og brautryðjanda sæmir.
Sigurður telur að víðtækur tæknilegur bakgrunnur hans gefi honum hæfileika til að útskýra flókin hugtök á máli sem allir geta skilið, burt séð frá allri tækniþekkingu.
Áhugamál
Í frítíma sínum hefur Sigurður gaman af einföldu hlutunum í lífinu eins og að hlusta á tónlist, mæta á leikhúsviðburði eða fara í samkvæmisdans. Auk þess nýtur Sigurður þess að vera sjálfboðaliði fyrir hjálparsamtök eins og til dæmis Rauða kross Íslands. Fyrir Sigurð er ekkert mikilvægara en að finna leiðir til að njóta lífsins, hvort sem það er í gegnum tölvur, að vinna með öðrum eða bara hlusta á tónlist.
Þrátt fyrir að hafa búið og starfað stóran hluta ævi sinnar í Bandaríkjunum og haft ensku sem sitt tungumál, er hann sannur stoltur Íslendingur sem vinnur að því alla daga að ná til baka færni sinni í Íslensku.