fbpx
Skip to content
Home » Námskeið

Námskeið

Við bjóðum upp á þrjú mismunandi námskeið. Eitt fyrir almenna borgara, eitt fyrir upplýsingatæknistarfsfólk og eitt fyrir framkvæmdastjóra og aðra yfirstjórnendur. Hér fyrir neðan eru upplýsingar um hvert námskeið.

Netöryggisvitundar námskeið

Þetta námskeið er hannað fyrir alla sem nota tölvur eða snjalltæki í sínu daglega lífi. Námskeiðið er kennt á mannamáli og engin krafa um neina sérstaka tölvukunnáttu. Að námskeiðinu loknu færð þú útgefið vottorð um að þú hafir klárað námskeiðið.

Þetta er frábært námskeið fyrir starfsmenn fyrirtækja sem þurfa að sýna fram á tölvuöryggisnámskeið sem hluta af kröfum frá NIS2, DORA eða öðrum reglugerðum sem og ISO 27001 kröfum.

Dagskrá námskeiðsins

Námskeiðinu er skipt í tvo hluta. Í fyrri hluta námskeiðsins förum við yfir grunnatriðin í netöryggi. Svo er stutt hlé áður en við förum í seinni hlutann. Þar förum við yfir aðeins flóknari atriði netöryggis og þína persónuvernd á netinu.

Fyrri hluti – Grunnatriðin

Í þessum hluta verður fjallað um og skilgreint eftirfarandi efni:

  • Stjórnun lykilorða, góð lykilorð og fleira
  • Margþátta auðkenning (multi-factor-authentication eða MFA)
  • Gagnrýnin hugsun
  • Tenglar, viðhengi, USB diskar
  • Svindl, blekkingar, svik, og annað svínarí
  • Ótti, óvissa, efi (fear, uncertainty, doubt eða FUD)
  • Áhættu- og ógnargreining
  • Áhættuvarnir

Seinni hluti – Flóknari atriði og Persónuvernd

Hér köfum við inn í persónuverndarmál, hvaða fótspor við skiljum eftir á netinu og hvernig menn lágmarka þau. Við förum líka bara yfir góð ráð þegar kemur að persónuverndarmálum.

Verð

Við bjóðum reglulega upp á þetta námskeið fyrir einstaklinga en við bjóðum einnig upp á að koma í fyrirtæki og halda þessi námskeið fyrir starfsmannahópa. Hafðu samband til að spyrjast fyrir um næstu námskeið.


Veikleikastjórnunar námskeið

Þetta námskeið er fyrir starfsfólk í upplýsingatækni sem leitast eftir þekkingu í veikleikastjórnun og öðrum fyrirbyggjandi netöryggismálum. Efni er skoðað nógu ítarlega til að hafa góða yfirsýn og vita hvað þarf að leggja áherslu á og hvað þarf að skoða nánar. Ekki má búast við að vera sérfræðingur á öllum þessum sviðum eftir þetta stutta námskeið. Við viljum gjarnan fá ábendingar um hvaða önnur námskeið við ættum að bjóða upp á til að efla þekkingu á ákveðnum sviðum.

Dagskrá námskeiðsins

Við munum fara yfir eftirfarandi efni í þessu námskeiði

  • Hvað er veikleikastjórnun og hvers vegna er hún mikilvæg? Við munum fara yfir hvernig þetta er meira en bara að stjórna veikleikum.
  • Hvað fer í gott veikleikastjórnunarkerfi og hvernig setur maður það upp með viðeigandi starfsferlum
  • Netglæpir og eðli þeirra
  • Flokkun gagna: Það er mikilvægt að flokka öll gögn fyrirtækisins og hafa þau vel merkt fyrir hversu viðkvæm þau eru..
  • Lagalegar kröfur og reglugerðir svo sem NIS, NIS2 og DORA. Hver fellur undir hvað og hverjar eru kröfurnar
  • Hvað er CERT-is og hvernig koma þeir að málinu

Verð

Hafðu samband til að spyrjast fyrir um þetta námskeið.


Netöryggi – Námskeið fyrir stjórnendur

Þetta námskeið er ætlað stjórnendum og þeim sem vilja skilja betur netöryggi án þess að týnast í smáatriðum. Hvers vegna netöryggi er mikilvægt og hvers þeir geta vænst af netöryggisáætlunum. Þessi þjálfun er enn í þróun, nánari upplýsingar verða birtar hér þegar þær liggja fyrir. Vinsamlegast hafðu samband ef það eru einhverjar spurningar.