fbpx
Skip to content
Heim » Blogg um netöryggi » Fréttir » Námskeið í netöryggisvitund

Námskeið í netöryggisvitund

Þann 2. nóvember síðastliðinn héldum við okkar fyrsta námskeið í netöryggisvitund í Tunglinu, veislusal Hard Rock Café. Þetta var í fyrsta sinn sem við höldum þetta námskeið hér á Íslandi og á íslensku en miðað við endurgjöfina sem við höfum fengið frá þeim sem sátu námskeiðið þá tókst okkur greinilega að koma efninu vel til skila.

Öryggi 101

Þegar við höldum svona námskeið þá reynum við alltaf að fá þátttakendur til að vera sem virkastir, hvetjum til umræðu og spurninga og reynum að fá fólk til að tengja við sitt daglega líf og deila reynslu sinni. Námskeiðinu var skipt í tvo hluta með stuttu hléi á milli. Fyrri hluta námskeiðsins köllum við einfaldlega “Öryggi 101” og eins og nafnið gefur til kynna fórum við yfir grundvallaratriði þegar kemur að því að efla öryggi sitt á netinu. Farið var yfir þætti eins og:

  • Sterk lykilorð
  • Fjölþátta auðkenningu
  • Gagnrýna hugsun
  • Tengla, viðhengi og flökku USB lykla
  • Svo dæmi séu tekin

Að loknum fyrri hluta var tekið stutt hlé þar sem þátttakendur gátu gætt sér á léttum kaffiveitingum, fyllt á kaffibollana sína og fengið sér smá hressingu.

Öryggi 201

Seinni hluti námskeiðsins fjallar að mestu leyti um friðhelgi/persónuvernd á netinu og hvaða fótspor við skiljum eftir okkur á netinu. Einnig er farið yfir hin ýmsu svindl sem eiga sér stað og hvernig eigi að varast þau og bregðast við þeim. Skoðum hvaða fyrirtæki, tól og tæki sem í boði eru bjóða upp á bestu friðhelgina og einnig þá verstu.

Hópabókanir

Á námskeiðinu fengum við þá fyrirspurn hvort við gætum komið með námskeiðið á vinnustaði og haldið þau fyrir starfsfólk fyrirtækja á vinnutíma. Svarið við því er einfalt, já heldur betur. Við bjóðum upp á að koma með öll okkar námskeið og halda þau fyrir hópa og vinnustaði. Hafið samband við Kristján í síma 5115119 eða með tölvupósti á kristjan@oruggtnet.is til að spyrjast fyrir um verð og lausa tíma.

Við minnum líka á að hægt er að bóka tíma í fría ráðgjöf með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan.