fbpx
Skip to content
Heim » Eigna- og veikleikastjórnun

Eigna- og veikleikastjórnun

Veikleikastjórnunarvörum er gjarnan ruglað saman við endapunktavarnarvörur (End Point Protection eða EPP). EPP vörur eiga að bregðast við og veita vernd gegn vírusum, spilliforritum og vafasömum aðgerðum notenda. Veikleikastjórnun er markvissari í að safna og skrá alla veikleika í umhverfinu og hjálpar þér að bregðast við áður en þau verða að vandamáli. 

Öruggt Net er viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili fyrir tvær slíkar vörur, Nanitor og Tenable. Til að einfalda málið þá mælum við með Nanitor fyrir vörn allt að 20.000 endapunktum (öll tæki sem fyrirtækið hefur yfir að ráða sem tengjast netinu). Hér fyrir neðan má lesa meira um hvora vöruna fyrir sig.

Nanitor

Nanitor er eigna- og veikleikastjórnunarkerfi sem er auðvelt í notkun og hentar mjög vel fyrir fyrirtæki með færri en 20.000 tæki. Þetta er algjörlega okkar uppáhalds veikleikastjórnunarkerfi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Við erum himinlifandi að vera viðurkenndir söluaðilar Nanitor. Þetta kerfi er mjög notendavænt og vantar ekkert upp á skilvirknina. Kerfið finnur alveg jafn mikið af veikleikum eins og stærri og flóknari kerfi. Við gerðum yfirgripsmikla greiningu á öllum veikleikastjórnunarkerfum á markaðnum og Nanitor kom best út.

Öruggt Net býr yfir mjög mikilli reynslu af uppsetningu og rekstri á Nanitor kerfinu og erum ein af topp fimm Nanitor-sérfræðingum í heiminum. Við höfum líka mjög góð tengsl við stofnanda Nanitors, ásamt vörustjóranum, tæknistjóranum og öðrum stjórnendum hjá Nanitor. Þannig að þú veist að við sjáum til þess að þú fáir framúrskarandi þjónustu eins og þú átt skilið.

Tenable

Tenable er vel þekkt og vel virt fyrirtæki þegar kemur að veikleikastjórnun og eitt af því elsta og stærsta í þessum bransa. Við erum mjög stolt af því að vera samþykkt inn í Tenable Assure viðurkennda söluaðilaprógrammið þeirra á bronsstigi. Tenable vörur eru rosalega skalanlegar og næstum endalausar stillingar og með fjölmarga eiginleika. Þetta allt kemur með rosa flækjustigi sem getur verið óyfirstíganlegt fyrir suma. Minni fyrirtæki hafa ekkert með alla þessa eiginleika og stillingar að gera, meðan þetta getur verið ómetanlegt fyrir stærri fyrirtæki. Ef þú þarft að skala yfir 20.000 tæki eða hefur sterka þörf fyrir allar þessar stillingar og eiginleika sem Tenable býður upp á, þá er það kerfið fyrir þig.

Við höfum margra ára reynslu af því að hanna, setja upp og keyra Tenable veikleikastjórnunarkerfi fyrir mörg hundruð þúsund tæki. Svo við erum með reynsluna sem þarf til að gefa þér frábæra þjónustu.

Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum