Öryggisafritun
Að taka reglulega öryggisafrit af gögnum er algjörlega ómissandi þáttur í öllum öryggisaðgerðum fyrirtækja. Ímyndum okkur fyrirtæki sem ekki gerir öryggisafrit af sínum gögnum heldur geyma allar upplýsingar á einum stað eins og sameiginlegu drifi. Ef tölvuþrjótar ná að brjótast þar inn og dulkóða öll gögn þá geta þeir krafist lausnargjalds til að opna gögnin aftur. Ef ekkert afrit er til gæti fyrirtækið verið nauðbeygt til að borga. Ef fyrirtækið hinsvegar á til öryggisafrit af gögnunum, jafnvel á mörgum stöðum, er einfalt að byrja bara upp á nýtt, nota afritin og hundsa kröfur þrjótanna.
Öryggisafritun er ekki bara valkostur, heldur nauðsynleg fjárfesting fyrir hvert fyrirtæki. Í dag eru gögn meira virði en nokkru sinni fyrr. Með öryggisafritum tryggir þú að mikilvægar upplýsingar um viðskiptavini, fjárhag og starfsemi séu alltaf aðgengilegar, jafnvel við óvæntar aðstæður eins og tölvubilun, náttúruhamfarir eða netárásir.
Hér má lesa meira um þær lausnir sem við bjóðum upp á. Þetta eru allt lausnir sem hjálpa til við að halda uppi öryggisafritum af öllum gögnum sem er mikilvægur hluti af góðu öryggi.
Druva
Druva er frábær skýjalausn fyrir öryggisafritun þar sem öryggi og friðhelgi var haft að leiðarljósi frá upphafi. Þú ræður því á hvaða svæði eða svæðum öryggisafritun þín er, kerfið sér svo um að viðhalda mörgum eintökum af öryggisafrituninni á völdum svæðum. Auðvelt í notkun. Ransomware er vaxandi ógn við fyrirtæki í dag. Druva býður upp á kraftmikla vörn gegn ransomware með virkni eins og óbreytanlegum afritum og uppgötvun á óeðlilegri virkni.
Veeam
Veeam® Backup EssentialsTM veitir öflugt, auðvelt og viðráðanlegt gagnaafritunarkerfi fyrir gagnaendurheimtun, vöktun og skýrslugjöf fyrir allt að 50 sýndar-, efnis- og skýjavinnuhleðslur. Þetta felur í sér VMware vSphere, Microsoft Hyper-V, Nutanix AHV, Windows og Linux Servers, NAS, AWS, Azure, Google Cloud Platform og fleiri.
Auk þess fylgir Veeam Backup Essentials með einföldu leyfislíkani: The Veeam Universal License (VUL). VUL er yfirfæranlegt leyfi sem verndar allt vinnuálag frá einum vettvangi, bæði á húsnæði og í skýinu.