Ráðgjöf í netöryggi

Dæmi um þjónustu

Hér fyrir neðan eru dæmi um þjónustuna sem við veitum. Þrátt fyrir þessa upptalningu sérsníðum við hverja þjónustu og sameinum þær til að mæta þörfum þínum sem best.
Vinsamlegast hafðu samband ef þú hefur einhverjar spurningar eða vilt bóka tíma.

Hönnun á veikleikastjórnunarferla

Veikleikastjórnunarkerfi er hornsteinn öflugs netöryggis. Við hjálpum þér að koma upp sterku veikleikastjónun sérhannað fyrir þitt fyrirtæki og hjálpum þér að finna bestu verkfærin til að auðvelda þér verkið. Síðan hjálpu við þér að setja þau upp að aðlaga þau að fyrirtækinu þínu. Í samræmi við okkar hugmyndafræði samanstendur gott veikleikagreiningarkerfi aðallega af stefnum og verkferlum, þar sem tæki gegna einungis stuðningshlutverki. Þegar stefnur þínar og verkferlar hafa verið fullmótaðir munum við vinna með þér að því að taka saman kröfur fyrir val á tækjum og kerfum. Þegar kröfurnar eru skýrar munum við aðstoða þig við að vinna með birgjum til að velja rétt tæki fyrir þitt umhverfi.

Setja upp réttu ferlana

Sumir telja að til að vera öruggir þurfi þeir bara að kaupa rétta tækið vegna þess að sölufulltrúi sagði þeim að það myndi gera þá örugga, og kaupa svo annað tæki vegna þess að sá sölufulltrúi sagði að það væri betra. Svo enda þeir upp með fullt af tækjum og tólum sem þeir kunna ekkert á og mjög falska öryggistilfinningu.

Sannleikurinn er sá að ekki er hægt að tryggja 100% öryggi, óháð því hvað einhver slunginn sölumaður kann að hafa sagt þér, og örugglega ekki með því að kaupa einhver tæki og búnað. Það er aldrei gott að byrja á lausn og finna svo vandamál sem hún getur leyst.

Okkar ráðlegging er að byrja á því að þróa traustar stefnur og verkferla og skilgreina svo kröfur fyrir þau tæki sem styðja við þá.

Þessi nálgun byrjar á því að greina vandamál eða þörf og finna svo tæki til að takast á við það. Með þessari nálgun muntu ekki enda með alls konar tæki sem þú notar ekki. Eins og fram hefur komið áður, er þetta aðferðafræðin okkar. Þessi þjónusta er svipuð þeirri sem er lýst hér að ofan en aðeins ítarlegri.

Innanhús úttektir

Ef þú ert að vinna að vottun eða einfaldlega að viðhalda henni þarftu óháðan aðila til að yfirfara uppsetninguna þína og staðfesta að þú sért tilbúin/n fyrir lokaúttekt. Án þess hefurðu mjög litla möguleika á að standast vottunarúttektina. Þetta er ein að þjónustunum sem að við bjóðum uppá

Þjálfun notendavitundar

Eitt af því sem þú verður algjörlega að huga að er að þjálfa starfsfólk þitt í öryggismeðvitund. Þetta er einn af hornsteinum sérhvers trausts öryggiskerfis, og þess vegna gera mörg öryggisviðmið og regluverk kröfu um slíkt. Það eru tvær gunn aðferðir fyrir þessu:

  • Þú getur keypt áskrift að myndbandaþjálfunarþjónustu sem uppfyllir allar nauðsynlegar kröfur.
  • Eða þú getur fengið sérfræðing í staðbundna þjálfun.

Það eru kostir og gallar við bæði eins og svo oft. Myndbandaþjálfunarþjónustan auðveldar að tryggja að allir ljúki og sýni fram á fylgni við kröfur. Þetta eru oft stutt myndbönd og þess vegna auðvelt að finna tíma fyrir mjög upptekið fóllk. Vandamálið er að það er mun meiri hætta á að fólk skilji ekki efnið eða, það sem verra er, sofi sig í gegnum það.

Á hinn bóginn er staðbundin þjálfun, eins og sú sem við bjóðum, meira hvetjandi og ítarlegri, sem tryggir að allir læri efnið. Vandarmálið er að það getur verið stór áskorun að finna tíma til að ná öllum inní kenslustofuna.

Þó við mælum venjulega með staðbundinni þjálfun vegna persónulega ávinningsins, gerum við okkur grein fyrir að það hentar ekki öllum. Þess vegna getum við einnig tengt þig við frábærar myndbandaþjálfunarlausnir.

NIS2 innleiðingar- eða áætlunarþjónusta

Við getum unnið með þér til að tryggja að þú uppfyllir allar kröfur NIS2-skipuninar. Með auknu gildissviði NIS2 þurfa mörg fyrirtæki nú að uppfylla kröfur sem þau þurftu ekki áður að fara eftir. Er fyrirtækið ykkar eitt að þessum fyrirtækjum? Eða langar þig einfaldlega að öðlast samkeppnisforskot sem fylgir því að vera í samræmi við NIS2, jafnvel þótt þú sért ekki lagalega skyldug/ur til þess? Þú hefur kannski ekki innanhússérþekkingu til að skilja, skipuleggja og innleiða kerfi til að ná NIS2 fylgni. Leyfðu okkur að aðstoða þig. Við getum sérsniðið aðstoðina okkar að því sem að þið þurfið hjálp við. Athugið að þegar þetta er skrifað hefur NIS2 ekki enn verið gert að lögum á Íslandi. Það er almennt búist við að það verði að lögum á Íslandi árið 2027 og muni endurspegla reglugerðir ESB. Ef þú undirbýrð þig miðað við þá forsendu verður þú í góðri stöðu þegar reglugerðin tekur gildi á Íslandi.

Shopping Cart
Scroll to Top