ÞJÓNUSTAN OKKAR

Námskeið í netöryggi
Við bjóðum upp á þrjú mismunandi námskeið í netöryggi fyrir mismunandi hópa. Grunnnámskeiðið okkar er hannað fyrir almenning eða hinn almenna starfsmann fyrirtækis. Eins og nafnið gefur til kynna er farið yfir grunnatriði netöryggis. Veikleikastjórnunarnámskeið er fyrir starfsfólk í upplýsingatækni sem leitast eftir þekkingu í veikleikastjórnun og öðrum fyrirbyggjandi netöryggismálum. Námskeið fyrir stjórnendur fyrirtækja er ætlað stjórnendum og þeim sem vilja skilja betur netöryggi án þess að týnast í smáatriðum. Skoðið námskeiðin sem eru í boði
Ráðgjöf í netöryggi
Við veitum fyrirtækjum og einstaklingum ráðgjöf í öllu sem snertir net- og gagnaöryggi og aðstoðum við framkvæmd. Við aðstoðum við úttektir, endurgjöf og framkvæmd öryggisáætlana, hönnum ferlana, setjum upp veikleikastjórnun, stýrum þjálfun og margt fleira. Ef þitt fyrirtæki fellur undir NIS2 reglugerðir þá getum við hjálpað við það.


Öryggisstjórn í áskrift
Við bjóðum upp á öryggisstjóraþjónustu þar sem við sjáum um að sinna daglegum öryggisstörfum. Öryggisstjóra þjónustan okkar virkar þannig að við veitum langtíma þjónustu og erum til staðar ef á þarf að halda. Við sérsniðum þjónustuna eftir ykkar þörfum og tökum yfir hlutverk öryggisstjóra í verktakavinnu.
Netþjónusta
Netþjónusta okkar mun sinna öllum netþörfum þínum. Með 20 ára reynslu okkar í netþjónustu, hönnun og innleiðingu nets fyrir fyrirtæki eins og Microsoft og T-Mobile US Inc. getum við sinnt allri ykkar þörfum.
Við bjóðum einnig upp á námskeið, netþjónustu, hönnun og innleiðingu, allt frá kynningu á netkerfi til háþróaðra viðfangsefna eins og OSPF, BGP og MPLS.
