fbpx
Skip to content
Netöryggi. Öruggt Net ehf eru sérfræðingar í netöryggi, tölvuöryggi og gagnaöryggi

Öruggt Net ehf. – Sérfræðingar í netöryggi

Verið velkomin á heimasíðu Öruggs Nets ehf. Við sérhæfum okkur í að hjálpa íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum að efla tölvu-, net- og gagnaöryggi með ráðgjöf, fræðslu og forvörnum. Við leggjum mikla áherslu á forvarnir til að minnka líkur á öryggisfrávikum.

Þjónustan okkar

Netöryggi. Við veitum ráðgjöf í netöryggi og aðstoðum við framkvæmd aðgerða til að efla netöryggi og uppfylla kröfur

Ráðgjöf í netöryggi

Við veitum fyrirtækjum og einstaklingum ráðgjöf í öllu sem snertir net- og gagnaöryggi og aðstoðum við framkvæmd

Netöryggi. Við bjóðum upp á öryggisstjóraþjónustu þar sem við sjáum alfarið um netöryggismál þíns fyrirtækis í áskrift

Öryggisstjórn

Við bjóðum upp á öryggisstjóraþjónustu þar sem við sjáum um að sinna daglegum öryggisstörfum

Netöryggi. Við bjóðum upp á námskeið fyrir fyrirtæki og einstaklinga um allt sem viðkemur tölvuöryggi

Námskeið

Við bjóðum upp á þrjú mismunandi námskeið í netöryggi fyrir mismunandi hópa. Skoðið námskeiðin sem eru í boði

Hvernig hjálpum við ykkur með tölvuöryggið ykkar

Hefur þú áhyggjur af kröfum frá NIS, NIS-2 eða DORA? Eða veist kannski ekki hvað það er? Ert þú að sækjast eftir vottun frá PCI-DSS, ISO, NIST eða öðrum vottunaraðilum? Við hjálpum til við að undirbúa ykkur fyrir úttekt frá þessum aðilum. 

Ertu að lesa um tölvuárásir í fréttum og velta fyrir þér hvort þú gætir lent í þessu? Þó það sé ekki hægt að tryggja að aldrei verði brotist inn hjá þér þá eru ákveðnar fyrirbyggjandi aðgerðir sem minnka líkurnar til muna. Við getum farið yfir kerfin og ferlana og gefið okkar mat á líkunum á að þú lendir í árás og staðið árásina af þér. Að lokum skilum við til ykkar skýrslu með okkar ráðleggingum um endurbætur. Ef þig vantar aðstoð við að koma þessum endurbótum í verk, þá erum við til í slaginn. 

Þarftu bara aðstoð við að velja réttu tól og tæki fyrir fyrirtækið þitt, eða að velja rétta þjónustuaðila? Við erum með mikla reynslu og getum auðveldlega aðstoðað þig með þetta.

Bakgrunnur stofnanda

Stofnandi Öruggt Net ehf, Sigurður Gísli Bjarnason, er búinn að vera í tölvugeiranum frá því stutt eftir að heimilistölvur komu á markaðinn og hefur því yfirgripsmikla reynslu til að byggja á. Hann byrjaði að nota netið í kringum árið 1985 eða áratug áður en fyrsti vafrinn var fáanlegur. Fyrsti vafrinn var ekki hannaður fyrr en 1993 þegar Mosaic vafrinn var hannaður í háskóla í Bandaríkjunum. Mosaic var síðan grunnurinn að fyrsta vafranum sem var fáanlegur á markaðinum þegar Netscape Navigator kom út í desember 1994.

Stofnandi okkar er með BS gráðu í Tölvuverkfræði sem hann lauk árið 1994 og MS gráðu í Tölvuöryggi sem hann lauk árið 2019. Báðar þessar gráður eru frá háskólum í Bandaríkjunum þar sem hann var búsettur í 30 ár og starfaði hjá fyrirtækjum eins og Microsoft og T-Mobile US inc. Þú getur lesið meira um ævintýri hans á um okkur síðunni okkar.  Undir flipanum mentun er listi yfir þær gráður og próf sem hann hefur tekið.

Eftir að hann lauk meistaranáminu, skrifaði hann bók um hvernig almenningur getur verið öruggari meðan þeir vafra um á netinu. Þú getur fundið meira um bókina á bókasíðunni okkar.