fbpx
Skip to content
Home » Um okkur » Bækurnar okkar

Bækurnar okkar

97 Things Every Information Security Professional Should Know

Ég var heppin að fá tækifæri til að vinna með öllum þessum sérfræðingum og skrifa tvo kafla í þessari frábæru bók sem allir ættu að hafa í bókahillunni sinni. Þú getur nálgast þessa bók hjá Amazon https://smile.amazon.com/dp/B09G9D8NPZ/ og öðrum bóksölum.

Safety and Privacy Online

Safety and Privacy Online
Kirkus Review listing for Safety and Privacy Online

Eftir að ég lauk meistaranámi mínu fannst mér ég þurfa að gera eitthvað meira með meistaraverkefni mitt sem fjallaði um tölvuöryggismál. Ég ákvað því að skrifa bók upp úr ritgerðinni með það að markmiði að veita hinum hefðbundnu tölvunotendum betri innsýn í tölvuöryggi. Bókinn heitir “Your Safety and Privacy Online: The CIA and the NSA”

Það eina sem lesandi þarf er að geta lesið enskan texta og hafa lágmarks tölvukunnáttu. Bókin er fáanleg hjá Amazon; bæði í kilju og innbundin, Kindle rafbók og Audible hljóðbók. Bókinn var gefinn út af bandaríska systurfélagi okkar InfoSecHelp LLC 2019.

Kirkus Review er stór og þekktur bókagagnrýnandi og þeir hafa gefið út gagnrýni á bókinni sem hægt er að nálgast á https://bit.ly/39TQ9DO

Hér er hlekkur beint á bókina hjá Amazon https://amzn.to/2yMhR8O. Þið getið líka fundið bókina með því að leita að titlinum eða bara leita eftir Siggi Bjarnason, sem er nafnið sem ég er þekktur undir í Bandaríkjunum.

Þið ættuð að geta fengið Pennann Eymundsson til að sérpanta bókina með því að nota eitt að þessum ISBN númerum.

  • Innbundin ISBN: 978-1-7333068-5-0
  • Kilju ISBN: 978-1-7333068-6-7

Bókin er 187 blaðsíður og er sniðið 6″ x 9″ og er um það bil 12 mm þykk.

Hljóðbókin er 4.5 klukkustundir löng og hér er hlekkur beint á viðeigandi Audible síðu https://adbl.co/39Z15zX.

Hér fáið þið góða samantekt yfir bókina.

Ef þið hafið athugasemdir, tillögur, leiðréttingar og svo framvegis þá endilega hafið samband.

Hljóðbók dæmi