ÞJÓNUSTUAÐFERÐ

Hugmyndafræði
Tölvuöryggisþjónusta snýst um að vera eflandi og hjálpa fyrirtækum að skipuleggja sína þjónustu á sem öruggastan hátt. Það er því okkar hlutverk að hjálpa ykkur að skilja áhætturnar og finna öruggustu leiðina til að komast hjá þeim, frekar en að hafa skoðun á fyrirkomulagi við rekstur ykkar fyrirtækis. Til að átta sig betur á þessu hlutverki okkar höfum við sett upp tilbúið dæmi:
Stjórnandi: Ég þarf að stökkva ofan af brú sem er 200 metra fyrir ofan jörð
Öryggisstjóri: Langar þig sem sagt að prufa teygjustökk?
Stjórnandi: Nei ég þarf að komast niður á jörðina
Öryggisstjóri: OK þá er teygjustökk trúlega ekki besta leiðin – ég mæli frekar með fallhlífastökki og að þú fáir einhverja kennslu í því fyrst.
Hlutverk og Gildi
Hlutverk stjórnanda er að setja upp áhættustýringu. Það er hlutverk tölvuöryggisdeildarinnar að fara eftir þeirri stefnu og hjálpa stjórnendum að finna öruggustu leiðina til að framkvæma það sem þeir þurfa að framkvæma. Það er eftir þessari hugmyndarfræði sem að við veitum okkar þjónustu.
Gildin okkar eru ÁREIÐANLEIKI, FAGMENNSKA OG ÖRYGGI. Við trúum því að besta leiðin til að spara þér bæði tíma og peninga sé með því að byrja á að tryggja að allir verkferlar séu óaðfinnanlegir og að þeir séu allir settir með tölvuöryggi að leiðarljósi. Svo er hægt að skoða hvaða tæki og tól hjálpa við að tryggja öryggi sem best, þ.e.a.s. öll tæki og tól sem þið hafið aðgang að þarf að vera hægt að tengja beint í tiltekinn verkferil. Þetta er það sem að þjónustan okkar snýst um.