Kynning
Til að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á sem besta þjónustu þá erum við búin að setja saman eftirfarandi vörulista og semja við fyrirtækinn um að vera viðurkenndir söluaðilar fyrir þá. Við erum mjög vandfýsin í hvaða vöru við veljum til endursölu. Við veljum bara þau vörumerki sem við þekkjum og elskum persónulega. Til að byrja með ætluðum við okkur ekki að vera söluaðilar fyrir eitt eða neitt til að sýna fram á að við séum sjálfstæð og óháð. En svo komumst við að því að við gætum ekki gefið eins góða þjónustu og okkur langaði til án þess að vera viðurkenndir söluaðilar. Þess að auki þá er erfiðara fyrir okkar að semja um besta verðið fyrir ykkur án þess.
Ef okkar uppáhalds söluaðilar eru ekki að uppfylla kröfur ykkar, þá hikum við ekki við að finna söluaðila sem gerir það. Við mælum bara með vöru, þjónustu og söluaðilum sem við trúum í hjarta okkar að henti ykkur best, hvort sem að við séum með samning við þá söluaðila eða ekki. Eins og alltaf, endilega heyrið í okkur ef það eru einhverjar spurningar.
Vörulisti okkar
Hér eru upplýsingar um þær vorur sem við erum búinn að samþykkja inná vörulista okkar því við þekkjum og treystum þeim. Við erum búinn að setja upp formlegt söluaðila samband við þessa aðila til að auðvelda viðskiptinn.
Nanitor
Nanitor er veikleikastjórnunarkerfi sem er auðvelt í notkun og hentar mjög vel fyrir fyrirtæki með færri en 20.000 tæki. Þetta er algjörlega okkar uppáhalds veikleikastjórnunarkerfi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Við erum himinlifandi ánægðir að vera viðurkenndir söluaðilar Nanitor. Þetta kerfi er mjög notendavænt og vantar ekkert upp á skilvirknina. Kerfið finnur alveg jafnt mikið af veikleikum eins og stærri og flóknari kerfi. Við gerðum yfirgripsmikla greiningu á öllum veikleikastjórnunarkerfum á markaðinum og Nanitor kom út á toppinn.
Öruggt Net býr yfir mjög mikilli reynslu af uppsetningu og rekstri á Nanitor-kerfinu og erum ein af topp fimm Nanitor-sérfræðingum í heiminum. Við höfum líka mjög góð tengsl við stofnanda Nanitors, ásamt vörustjóranum, tæknistjóranum og öðrum stjórnendum hjá Nanitor. Þannig að þú veist að við sjáum til þess að þú fáir framúrskarandi þjónustu eins og þú átt skilið.
Tenable
Tenable er vel þekkt og vel virt fyrirtæki þegar kemur að veikleikastjórnun, og eitt af því elsta og stærsta í þessum bransa. Við erum mjög stolt af því að hafa verið samþykkt inn í Tenable Assure viðurkennda söluaðilaprógrammið þeirra, á bronsstigi. Tenable vörur eru rosalega skalanlegar og næstum endalausar stillingar og með fjölmarga eiginleika. Þetta allt kemur með rosa flækjustigi sem getur verið óyfirstígandi fyrir suma. Minni fyrirtæki hafa ekkert með alla þessa eiginleika og stillingar að gera, meðan þetta getur verið ómetanlegt fyrir stærri fyrirtæki. Ef þú þarft að skala yfir 20.000 tæki eða hefur sterka þörf fyrir allar þessar stillingar og eiginleika sem Tenable býður upp á, þá er það kerfið fyrir þig.
Við höfum margra ára reynslu af því að hanna, setja upp og keyra Tenable veikleikastjórnunarkerfi fyrir mörg hundruð þúsund tæki. Svo við erum með reynsluna sem þarf til að gefa þér frábæra þjónustu.
Apricorn
Apricorn er frumkvöðull og leiðandi í dulkóðuðum geymslulausnum sem hannaðar hafa verið og settar saman í Kaliforníu í Bandaríkjunum frá árinu 1983.
Tugir verðlaunaverkefna hafa verið þróuð undir merkjum Apricorn og fyrir nokkra helstu framleiðendur tölvubúnaðar á grundvelli upprunalegrar framleiðslu.
Öll þeirra geymslulausnir eru með 100% vélræna dulkóðun á flugi með AES-XTS 256 bita dulkóðun sem uppfyllir bandarískar varnamálaráðuneytiskröfur sem heita DoD FIPS PUB 197. Þó að öll drif þeirra noti sömu dulkóðun og strangt öryggi hafa aðeins valin módel fengið opinbera FIPS 140-2 vottun.
Við höfum notað flakkarana þeirra í mörg ár og gætum ekki mælt nógu sterkt með þeim. Þeir eru með glæsilegan lista af viðskiptavinum sem margir hverjir eru með einhverjar ströngustu öryggiskröfur í heimi. Við ætlum ekki að nefna neinar sérstakar stofnanir frá Bandaríkjunum en þið munuð þekkja þriggja stafa skammstafanir þeirra.
Lesið meira um Apricorn-vörurnar hér.
1Password
Að okkar mati er 1Password besta lykilorðahirslan á markaðinum og í miklu uppáhaldi hjá okkur. Við mælum eindregið með henni. Af þessari ástæðu var það mjög mikilvægt fyrir okkur að vera viðurkenndir sem söluaðili fyrir þá. Lykilorðahirsla er grundvallaratriði í öllum tölvuöryggismálum svo það er mjög mikilvægt að vera með góða hirslu í verkferlum ykkar. Við erum búin að prófa allar topp lykilorðahirslurnar á markaðnum og þau eru öll mjög góð en þessi er best að okkar mati.
Við erum búin að nota lykilorðahirslur í meira en 15 ár í einu formi eða öðru. Síðustu tvö árin erum við búin að vera að nota eingöngu 1Password. Þú getur verið viss um að við þekkjum 1Password út og inn.
Bitdefender
Bitdefender er mjög góð útstöðva vörn sem býður uppá margþætta tölvuöryggislausnir eins og til dæmis:
- Heildstæð vernd fyrir mikilvægar eignir og starfsmenn fyrirtækja, þar með talin tæki, netföng þeirra, stafræn auðkenni, lykilorð og margt fleira.
- Stafræn eftirlitsvakt sem er starfrækt allan sólarhringinn til að koma í veg fyrir að brotið sé gegn persónuupplýsingum og að reikningar á samfélagsmiðlum séu gerðir óviðeigandi.
- Einn sameinaður öryggisskjóldúkur skýlir öllum tækjum starfsmanna og þessum mikilvægu viðskiptaþjónum. Þar á meðal eru macOS, iOS, Android, Windows og Windows Server kerfi.
- Notendavænt mælaborð til að hafa yfirsýn yfir vernd teymisins, jafnvel án sérþekkingar á netöryggismálum.
Fortinet
Fortinet er leiðandi í öryggismálum netkerfa. Þeir eru okkar helsta lausn þegar kemur að því að tryggja netlagið. Hér er stutt yfirlit yfir þær vörur sem þeir hafa í safni sínu
- Eldveggir e. Next-Gen Firewalls (NGFW)
- Hugbúnaðarskilgreint víðfeðmt net. e. Software-defined Wide Area Network (SD-WAN )
- Öruggar aðgengislausnir. e. Secure access service edge (SASE)
- Zero Trust Network Access (ZTNA)
- Hugbúnaðaröryggislausnir. e. Application Security products
- Operational Technology Security
- Viðburðaskráningarkerfi: e. Security information event management (SIEM)
- Og miklu fleira
Gigamon
Gigamon býður upp á djúpa sýnileikaleiðslu sem skilar nettengdum gögnum á skilvirkan hátt í ský, öryggis- og sýnileikatólin þín. Því er hægt að losna við öryggisblindu og lækka kostnað við tólin, sem gerir þér kleift að tryggja betur og stjórna grunnvirki blandaðs skýs.
Ert þú nokkuð að fljúga blindur? Gætir þú verið með allt niðri um þig en þú bara sérð það ekki? Settu á þig gleraugun og sjáðu hvað er í gangi í umhverfinu þínu, með því að setja upp Gigamon-kerfi.
Veeam
Veeam® Backup EssentialsTM veitir öflugt, auðvelt og viðráðanlegt gagnaafritunarkerfi fyrir gagnaendurheimtun, vöktun og skýrslugjöf fyrir allt að 50 sýndar-, efnis- og skýjavinnuhleðslur. Þetta felur í sér VMware vSphere, Microsoft Hyper-V, Nutanix AHV, Windows og Linux Servers, NAS, AWS, Azure, Google Cloud Platform og fleiri.
Auk þess fylgir Veeam Backup Essentials með einföldu leyfislíkani: The Veeam Universal License (VUL). VUL er yfirfæranlegt leyfi sem verndar allt vinnuálag frá einum vettvangi, bæði á húsnæði og í skýinu.
Feitian Technologies
FEITIAN Technologies var stofnað árið 1998 og er leiðandi á heimsvísu í netöryggisvörum. Þó að þeir bjóði upp á fjölbreytt úrval netöryggisvara, þá erum við í dag aðeins með FIDO öryggislyklana þeirra.
Malwarebytes
ThreatDown frá Malwarebytes er önnur góð vírusvörn sem verndar þig gegn spilliforritum, vírusum og öðrum ógnum. Ef þú ert að leita að frábærri EDR/XDR lausn gæti þetta verið rétta lausnin fyrir þig.
Proton AG
Proton AG býður upp á vöruúrval sem hannað er með öryggi og friðhelgi einkalífs í huga. Þau eru eitt af fáum vörumerkjum sem flestir ef ekki allir fagaðilar í netöryggismálum virða og mæla með. Við höfum verið með áskrift af þjónustu þeirra í rúman áratug. Höfuðstöðvarnar eru í Sviss og eru því bundnar af svissneskum lögum um friðhelgi einkalífs. Þeir voru stofnuð af vísindamönnum frá CERN, svo þau eiga sér ágæta ætt.
Þeir bjóða upp á eftirfarandi vörur:
- Proton VPN: Eina VPN þjónustan sem við getum mælt með og treyst
- Proton Mail: Ef öryggi og friðhelgi tölvupóstsins skiptir öllu máli er Proton Mail eina leiðin.
- Proton Calendar: Eina almanakið sem er full dulkóðað. Ef þér er alvara með öryggi og friðhelgi þínu, þá geymir þú dagatalið þitt í Proton Calendar.
- Proton Drive er eina skýjageymsluþjónustan sem er full dulkóðuð. Á meðan OneDrive og Dropbox bjóða upp á þetta sem aukaþjónustu fyrir hluta af skráa þinna, dulkóðar Proton Drive allar skrár þínar sjálfkrafa.
- Proton Pass: Tiltölulega ný vara frá Proton AG. Þessi lykilorðastjóri ætlar að taka netið með storm.
Mögulegar framtíðarviðbætur
Við fylgjumst stöðugt með markaðnum og leitum að nýjungum sem skera sig fram úr. Hér eru nokkur atriði sem við erum að fylgjast vel með. Þegar við erum búin að læra meira um þessi kerfi og sjáum að þau mæta okkar ströngu kröfum, munum við bæta þeim við vörulista okkar.
Niceland VPN
Niceland VPN er nýr VPN-þjónustuaðili með höfuðstöðvar á Íslandi. Þeir leggja áherslu á að veita örugga og nafnlausa VPN-þjónustu og eru að byggja tæknina frá grunni til að tryggja að hún nái markmiðum sínum. Þjónustan er enn í prufu og á grunnstigi og ekki alveg tilbúin fyrir almenna notkun. Við fylgjumst mjög vel með þessari framþróun.
Fortra
Fortra hefur verið til lengi, byrjað sem Help/38 árið 1982, endurvæðst sem HelpSystems árið 1988 og varð að Fortra árið 2022. Þeir hafa vaxið hratt með yfirtökum, nöfn eins og Tripwire og Beyond Trust eru meðal þeirra fyrirtækja sem þeir hafa keypt. Í dag eru þeir með glæsilega vörulínu og við erum í viðræðum við þá til að kynna okkur þá betur. Þeir munu að öllum líkindum bætast við vörulínuna okkar í náinni framtíð.
Artic Wolfe
Artic Wolfe er stjórnað öryggisþjónusta (MSSP) með glæsilegt vöruframboð í öryggismiðstöðvum. Við erum í viðræðum við þá til að ganga úr skugga um að þjónustan þeirra mæti okkar kröfum og munum að öllum líkindum bæta þeim við vörusafn okkar innan tíðar.
Awarego
Awarego býður upp á nýja nálgun á þjálfun í netöryggisvitund. Það býður upp á stutt og skemmtileg myndbönd til að vekja athygli á netöryggi. Þetta er frábær kostur fyrir þá sem vilja mæta kröfum um netöryggisvitund með tveggja mínútna myndböndum nokkrum sinnum í viku umfram að fá alla inn í fundarherbergi einu sinni á ári í klukkutíma á gagnvirkum þjálfunartíma. Við erum að skoða að bæta þessu við vörulistan okkar.
Data443
Við kynntumst nýlega Data443 og vörulína þess vakti athygli okkar. Við erum að skoða vörurnar þeirra nánar til að sjá hvort við ættum að bæta þeim við vöruúrval okkar.