Skip to content
Heim » Öryggisstjórn

Öryggisstjórn

Öryggisstjórn

Öryggisstjórn er þjónusta þar sem við tökum að okkur öryggisstjóra hlutverk fyrir ykkur í hlutastarfi sem verktaki. Þjónustan virkar þannig að við veitum langtíma þjónustu og erum til staðar ef á þarf að halda. Við sérsniðum þjónustuna eftir ykkar þörfum og tökum yfir hlutverk öryggisstjóra í verktakavinnu. Yfirleitt er þjónustan samsetning af eftirfarandi þáttum:

  • Vera aðgengilegur fyrir ráðgjöf varðandi daglegar spurningar sem að koma upp
  • Halda ferlunum ykkar lifandi og í takt við fyrirtækið. Uppfærir ferlana þegar fyrirtækið eða þarfir fyrirtækisins breytast
  • Hjálpa við forgangsröðun á öryggisatriðunum eftir þörfum
  • Sinnum nauðsynlegum forvörnum í netöryggismálum fyrirtækisins

Kostnaður við þessa öryggisstjórn fer eftir umfangi verkefnisins eins og fjöldi starfsmanna í fyrirtækinu, eðli starfsemi fyrirtækisins og fleira. Við bjóðum upp á fría ráðgjöf um bestu leiðina til að fara fyrir hvert fyrirtæki. Hafðu samband með spurningarnar þínar eða smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að bóka tíma í fría ráðgjöf.