Hvað gerum við?

Við ráðleggjum, fræðum og þjálfum starfsfólk á öllum stigum um allt sem viðkemur tölvuöryggi og netkerfum. Hvort sem þig vantar hugbúnað eða vélbúnað sem tengist netöryggi þá erum við með lausnina. Ef þig vantar þjálfun eða ráðgjöf getum við veitt hana. Stór hluti hugbúnaðarins í vörulistanum okkar er fáanlegur í áskrift á lágu verði með engum lágmarksfjölda notenda. Við tryggjum að þú sért ekki að kaupa eða borga fyrir kerfi sem bæta ekki öryggi þitt. Ef þú þarft á hjálp að halda getum við séð um allt sem tengist tölvu- og netöryggi frá upphafi til enda. Þú getur bókað ókeypis ráðgjöf í dag.

Netþjónusta og þjálfum

Stundum er nauðsynlegt að skipta upp netkerfinu, setja upp nýja eldveggi eða endurhanna netkerfið á annan hátt til að ná hámarksöryggi. Við bjóðum upp á alhliða ráðgjöf, hönnun og uppsetningu á netkerfum. Við höfum áratuga reynslu af netkerfum og allt frá vinnu fyrir nokkur af stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna.

Við getum boðið þér nýjasta netbúnaðinn sem hentar þínum þörfum best. Hágæða búnaður sem sprengir ekki bankann.

Við bjóðum einnig upp á fjölbreytt námskeið í netverkfræði, allt frá grunnámskeiði og upp í sérfræðinámskeið.

Námskeið í netöryggi

Við bjóðum upp á margskonar námskeið í netöryggi fyrir mismunandi hópa. Allt frá grunnnámskeiðið hannað fyrir almenning til starfsfólk í upplýsingatækni sem leitast eftir þekkingu í veikleikastjórnun og öðrum fyrirbyggjandi netöryggismálum. Námskeið fyrir stjórnendur fyrirtækja er ætlað stjórnendum og þeim sem vilja skilja betur netöryggi án þess að týnast í smáatriðum.  Skoðið námskeiðin sem eru í boði

MikroTik

MikroTik. Netbúnaður í evrópskum gæðum

MikroTik er stærsti framleiðandi netbúnaðar innan Evrópu. MikroTik framleiðir öflugan og hagkvæman netbúnað fyrir fyrirtæki, þjónustuaðila og heimili. Allur búnaðurinn er framleiddur undir ströngu gæðaeftirliti og fylgni við evrópska öryggisstaðla. Notendur geta treyst að búnaður MikroTik stenst hámarskröfur um áreiðanleika og gagnavernd. RouterOS stýrikerfið er fullkomið netbeinastýrikerfi og býður upp á öflugar stillingar eins og eldveggi, VPN og VLAN sem annars finnast aðeins í margfalt dýrari lausnum

Dulkóðuðaðir diskar með innbyggðri fjölþátta auðkenningu sem þýski herinn treystir

Kobra Infosec er þýskt fyrirtæki sem hannar og framleiðir utanályggjandi diska og USB lykla með rauntímadulritun og innbyggðri fjölþátta auðkenningu. Tækin eru svo örugg að þau eru samþykkt fyrir viðkvæm skjöl NATO.

Kobra Infosec Logo
Shopping Cart
Scroll to Top