Skip to content
Home » Verðskrá

Verðskrá

Verðskrá

Hér sérðu verðskrá okkar. Fyrsta viðtal er alltaf frítt en í því förum við yfir hvaða þjónustu við höfum upp á að bjóða og skipuleggjum næstu skref.

Fyrir höfuðborgarsvæðið geta þessi viðtöl verið í gegnum síma, fjarfundi eða á skrifstofu ykkar. Utan höfuðborgarsvæðisins er best að gera þetta á fjarfundi eða í gegnum síma. Hafðu samband ef þú hefur spurningar eða vilt bóka fund.

Við bjóðum uppá eftirfarandi pakka:

Pakki 1: Klukkutíma gjald, innheimt eftir að þjónusta hefur verið veitt.

24.000 kr./klst. plús vsk.

Pakki 2: Stöðu úttekt

Við komum í heimsókn og förum yfir kerfin og ferlana ykkar og vinnum að því loknu skýrslu um þau atriði sem betur mega fara til að minnka líkur á öryggisfrávikum. Innifalið er fjögurra tíma heimsókn og keyrsla innan höfuðborgarsvæðisins milli 10 og 16 á virkum dögum. Skýrsla verður afhend innan tveggja daga frá úttektinni.

Verð fyrir pakka 2 er 95.000 kr./klst. plús vsk. Framkvæmd á þeim endurbótum sem lagðar eru til í skýrslunni eru ekki innifaldar í þessu verði og mælum við með að pakka 4 verði bætt við ef óskað er eftir því.

Pakki 3: Stutt úttekt

Stutt útgáfa af pakka 2 með tveggja tíma heimsókn, frábær fyrir minni fyrirtæki þar sem úttekt mun taka styttri tíma og skýrsla unninn í lokinn eins og í pakka 2. Verð fyrir pakka 3 er 45.000 kr./klst plús vsk.

Pakki 4: Fyrirframborgaður tími

Borgaðu fyrir fram fyrir ákveðin tímafjölda og sparaðu umtalsvert. Þetta tilboð býður uppá 19.200 kr./klst. Þetta samsvarar 20% sparnað miðað við pakka 1. Það eru 50 klukkustunda takmörk á því hvað þú mátt borga fyrir marga tíma fyrirfram í hverjum mánuði. Þessir tímarnir fyrnast ekki.

Akstur

Akstur vegna heimsóknar innan höfuðborgarsvæðisins er innifalinn á milli klukkan 10 og 16. Akstursgjald utan höfuðborgarsvæðisins er eftir nánara samkomulagi.